Jólamarkaðurinn við Austurvöll

Jólamarkaður í hjarta Reykjavíkur

Jólamarkaðurinn við Austurvöll

Á jólamarkaðinum verða fjölbreyttir sölubásar með gómsætum kræsingum, sælgæti, jólaglöggi, vörum, ásamt ýmislegu öðru skemmtilegu sem koma manni í gott jólaskap.


Á markaðinum verða haldnir minni viðburðir sem auglýstir verða síðar, það er aldrei að vita nema jólasveinar villist á leiðinni og kíki í heimsókn. Við verðum dugleg að auglýsa hvað verður um að vera á markaðinum, fylgist með!


Opnunartímar á markaðnum: 

29. - 30. nóv. - 13:00 - 20:00

4. des. - 16:00 - 20:00

5. - 7. des. - 13:00 - 20:00

11. des. - 16:00 - 20:00

12. - 14. des. - 13:00 - 20:00

18. des. - 16:00 - 20:00

19. - 21. des. - 13:00 - 21:00

22. - 23. des. - 14:00 - 23:00

Sækja um sölukofa

Við óskum eftir söluaðilum með spennandi vörur eða hugmyndir sem veita skemmtilega upplifun fyrir gesti markaðarins.


Kofarnir eru sterkbyggðir timburkofar sem henta vel íslenskum aðstæðum.


Stærð: 6,5 fm

Innifalið: Rafmagn og lýsing

Staðsetning: Á Austurvelli, sem er eitt vinsælasta göngusvæði Reykjavíkur yfir hátíðarnar.

Skráning á sölukofa

Hafa samband

Endilega sendu á okkur skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar

Hafa samband

Samstarfsaðilar