Jólamarkaðurinn við Austurvöll
Á jólamarkaðinum verða fjölbreyttir sölubásar með gómsætum kræsingum, sælgæti, jólaglöggi, vörum, ásamt ýmislegu öðru skemmtilegu sem koma manni í gott jólaskap.
Á markaðinum verða haldnir minni viðburðir sem auglýstir verða síðar, það er aldrei að vita nema jólasveinar villist á leiðinni og kíki í heimsókn. Við verðum dugleg að auglýsa hvað verður um að vera á markaðinum, fylgist með!
Opnunartímar á markaðnum:
30.nóv–1.des: 13–20
7.–8. des: 13–20
14.–15. des: 13–20
19.–20. des: 16–20
21–22. des: 12–21
23. des: 14–23

Sækja um sölukofa
Við óskum eftir söluaðilum með spennandi vörur eða hugmyndir sem veita skemmtilega upplifun fyrir gesti markaðarins.
Kofarnir eru sterkbyggðir timburkofar sem henta vel íslenskum aðstæðum.
Stærð: 6,5 fm
Innifalið: Rafmagn og lýsing
Staðsetning: Á Austurvelli, sem er eitt vinsælasta göngusvæði Reykjavíkur yfir hátíðarnar.
Hafa samband
Endilega sendu á okkur skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar
Hafa samband form
Takk fyrir að hafa samband, við munum svara þér eins fljótt og hægt er.
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.